KA á toppinn - HK lagði Fram

Ivan Bubalo og félagar mæta HK í kvöld.
Ivan Bubalo og félagar mæta HK í kvöld. Árni Sæberg

Þremur leikjum var að ljúka í 1. deild karla í knattspyrnu en KA sigraði Selfoss 2:0 á meðan HK lagði Fram með sömu markatölu. Þá tókst Leikni R. að leggja Hauk að velli, 1:0. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leiknir R. sigraði Hauka 1:0 á Leiknisvelli. Sigurmark liðsins kom á 77. mínútu leiksins en ekki er vitað hver skoraði markið að svo stöddu.

KA var með öflugan sigur á Selfossi. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir á 13. mínútu og þá bætti Hallgrímur Mar Steingrímsson við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur á Selfossi 2:0.

HK náði þá í annan sigur sinn í deildinni með því að leggja Fram að velli, 2:0. Hákon Ingi Jónsson og Sveinn Aron Guðjohnsen gerðu mörkin.

Úrslit dagsins þýða það að KA er komið á toppinn með 16 stig, Leiknir í 4. sæti með 13 stig, Fram í 5. sæti með 12 stig,  Haukar í 7. sæti með 10 stig, Selfoss í 8. sæti með 10 stig og HK í 9. sæti með 8 stig.

Leiknir R. 1:0 Haukar
HK 2:0 Fram
Selfoss 0:2 KA

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik lokið. Öllum leikjunum er lokið. Sterkur sigur HK á Fram, annar sigur þeirra í deildinni á meðan KA lagði Selfoss 2:0. Leiknir R. stal svo sigrinum undir lok leiks gegn Haukum.

75. MAAAAARK!!! HK 2:0 Fram. Sveinn Aron Guðjohnsen bætir við marki fyrir HK-inga gegn Fram.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

Hálfleikur. 

45. MAAAAARK!!! Selfoss 0:2 KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson nær marki fyrir KA undir lok fyrri hálfleiks. Mikilvægt.

20. MAAAAARK!!! HK 1:0 Fram. Hákon Ingi Jónsson að koma HK yfir eftir tuttugu mínútna leik.

13. MAAAAARK!!! Selfoss 0:1 KA. Elfar Árni Aðalsteinsson að koma KA yfir.

1. Þetta er hafið.

0. Byrjunarliðin birtast hér fyrir neðan.

Selfoss: Vignir Jóhannesson (M), Andrew James Pew, Jose Garcia, Svavar Berg Jóhannsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, Giardano Pantano, Richard Sæþór Sigurðsson, James Mack, Arnór Gauti Ragnarsson, Sindri Pálmason, Stefán Ragnar Guðlaugsson.

KA: Srdjan Rajkovic (M), Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Aleksandar Trninic, Ívar Örn Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

HK: Arnar Freyr Ólafsson (M), Birkir Valur Jónsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Ragnar Leósson, Kristófer Eggertsson, Hákon Ingi Jónsson, Teitur Pétursson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jökull Elísabetarson, Reynir Haraldsson.

Fram: Stefano Layeni (M), Sam Tillen, Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Indriði Áki Þorláksson, Ivan Parlov, Ósvald Jarl Traustason, Hlynur Atli Magnússon, Arnór Daði Aðalsteinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Dino Gavric.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Leiknir R.: Eyjólfur Tómasson (M), Eiríkur Ingi Magnússon, Halldór Kristinn Halldórsson, Ólafur Hrannar Kristjánsson, Atli Arnarson, Fannar Þór Arnarsson, Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson.

Haukar: Magnús Kristófer Anderson (M), Aran Nganpanya, Gunnar Gunnarsson, Elton Renato Livramento Barros, Gunnar Jökull Johns, Birgir Magnús Birgisson, Daníel Snorri Guðlaugsson, Aron Jóhannsson, Haukur Ásberg Hilmarsson, Alexander Helgason, Alexander Freyr Sindrason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert