Fylkir styrkir sig fyrir seinni hlutann

María Rós Arngrímsdóttir í leik með Breiðabliki.
María Rós Arngrímsdóttir í leik með Breiðabliki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fylkir hefur styrkt leikmannhóp sinn fyrir átökin í seinni hluta Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu, en María Rós Arn­gríms­dótt­ir gekk til liðs við félagið í dag. Fylkir missti lykilleikmann frá liðinu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk til liðs við Breiðablik á dögunum og reynir nú að stoppa í það gat sem Berglind Björg skildi eftir sig. 

María Rós er á mála hjá Selfossi, en hún hefur ekkert leikið með liðinu í sumar. María Rós hefur einnig leikið með Val, Aftureldingu, Fram, Grindavík og Breiðabliki, en hún hefur leikið 104 leiki með þessum liðum og skorað í þeim leikjum tíu mörk.

Fylkir er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig, en liðið mjakaði sér frá fallsvæðinu með 3:1 sigri gegn Selfossi í síðustu umferð og er nú fjórum stigum frá fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert