KA með fimm stiga forskot á toppnum

Markaskorararnir Almarr Ormarsson og indriði Áki Þorláksson berjast um boltann …
Markaskorararnir Almarr Ormarsson og indriði Áki Þorláksson berjast um boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KA sigraði Fram, 3:1, í 1. deild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. KA er í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, fimm stigum meira en næsta lið. Fram er í 8. sæti með 13 stig.

Gestirnir frá Akureyri skoruðu fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Þar var á ferðinni varnarjaxlinn Guðmann Þórisson en hann stangaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá hægri. 

Norðanmenn bættu öðru marki við á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Almarr Ormarsson stökk þá manna hæst í vítateignum og stangaði boltann inn eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Fram minnkaði muninn eftir rúmlega fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik. Indriði Áki Þorláksson skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Callum Williams var talinn handleika knöttinn innan teigs. 

Gestirnir gerðu út um leikinn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Spyrnan var dæmd eftir að Ingiberg Ólafur Jónsson braut á Elfari. Fleiri urðu mörkin ekki og 3:1 sigur KA staðreynd.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

90. Leiknum er lokið með sigri KA-manna, 3:1.

83. MARK! Elfar Árni skorar úr vítaspyrnu og kemur KA í 3:1! Vítaspyrnan var dæmd eftir að Ingiberg Ólafur braut á Elfari Árna.

76. Tæplega fimmtán mínútur eftir. Heimamenn reyna að pressa, enda lítið eftir og þeir þurfa bara eitt mark til að jafna metin.

61. MARK! Indriði Áki skorar úr vítaspyrnu og minnkar munin fyrir Fram, staðan er 2:1. Vítaspyrnan var dæmd eftir að dómari leiksins taldi að boltinn hefði farið í höndina á Williams, varnarmanni KA.

55. Elfar Árni með ágætan skalla en boltinn fer framhjá.

46. Seinni hálfleikur er hafinn!

45. Fyrri hálfleik er lokið og staða KA-manna er vænleg.

45. MARK! Almarr kvittar fyrir dauðafærið áðan og skorar með hörkuskalla eftir sendingu frá vinstri kanti, 2:0 fyrir KA!

40. Dauðafæri!! Almarr Ormarsson hefði átt að skora þarna gegn sínum gömlu félögum í Fram. Elfar Árni kom boltanum fyrir markið og Almar var nánast einn gegn opnu marki en skaut fram hjá!

24. MARK! Gestirnir komnir yfir. Varnartröllið Guðmann Þórisson skorar markið, með föstum skalla!

23. Enn markalaust. Gestirnir eru meira með boltann en Framarar eru hættulegir í skyndisóknum sínum.

9. Indriði Áki með þrumuskot utan teigs. Ég hélt að þessi væri á leið í markið en boltinn fór rétt fram hjá.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér fyrir neðan:

Fram KA
 BYRJUNARLIÐ
Sigurður Hrannar Björnsson (M)   23  Srdjan Rajkovic  (M)  
Samuel Lee Tillen (F)   Callum Williams   
Sigurpáll Melberg Pálsson     Guðmann Þórisson    
Gunnlaugur Hlynur Birgisson     Almarr Ormarsson    
Indriði Áki Þorláksson     Elfar Árni Aðalsteinsson    
10  Orri Gunnarsson     10  Juraj Grizelj   
14  Hlynur Atli Magnússon     11  Hallgrímur Mar Steingrímsson  (F)  
15  Ingiberg Ólafur Jónsson     20  Aleksandar Trninic   
20  Hafþór Þrastarson     21  Ívar Örn Árnason    
21  Ivan Bubalo    22  Hrannar Björn Steingrímsson    
25  Haukur Lárusson     25  Archange Nkumu 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert