Langt í að geta talað um titla

Fanndís Friðriksdóttir skýlir boltanum í leiknum í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir skýlir boltanum í leiknum í kvöld. Árni Sæberg

„Meginpartinn af leiknum voru við öguð, Stjarnan náði ekkert að skapa sér og við hefðum átt að skora fjórða markið þegar Svava komst í dauðafæri.  Það kom síðan smá skjálfti í okkur þegar við fengum á okkur fyrsta markið og við náðum ekki að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn H Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 3:2 sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bikarkeppni kvenna á Samsung-vellinum í kvöld.

Breiðablik mun keppa úrslitaleikinn við annað hvort Þór/KA eða ÍBV í ágúst. Blikar eru einnig í titilbaráttu við Stjörnuna á Íslandsmeistaramótinu en Þorsteinn hélt sér á jörðinni þegar mbl.is spurði hann um möguleikann á tvennunni í ár. 

„Við erum komin í bikarúrslit og það fer ekkert lið í þann leik án þess að ætla sér að vinna hann. En deildin er bara hálfnuð, við erum í öðru sæti og það er langur vegur í það að við getum farið að tala um einhverja titla. Þó að það sé gaman að spá og spekúler þá held ég að fótboltaþjálfarar hugsi alltaf um daginn í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert