Leiknir R. sigraði Þór á Akureyri

Leiknir sigraði Þór.
Leiknir sigraði Þór. mbl.is/Eggert

Leiknir R. sigraði Þór, 2:1, á Akureyri í 12. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir R. er nú með 23 stig í 3. sæti deildarinnar en Þór er með 19 stig í 5. sæti.

Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. Fannar Þór Arnarsson skoraði á 38. mínútu en boltinn datt fyrir hann í kjölfar hornspyrnu frá vinstri. Fannar setti boltann laglega í slá og inn, 1:0 fyrir Leikni að loknum fyrri hálfleik.

Þósarar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik en varamaðurinn Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka. Leiknismenn létu það ekki á sig fá en sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason skoraði þremur mínútum eftir jöfnunarmark Gunnars og tryggði Leikni öll stigin þrjú.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

90. Leiknum er lokið, Leiknismenn sigra, 2:1.

74. MARK! Leiknismenn svara fyrir sig og komast aftur yfir, stðaan er 2:1. Eftir hornspyrnu frá hægri skorar Kolbeinn Kárason.

71. MARK! Þórsarar jafna, staðan er 1:1. Ólafur Hrafn og Ingi leika upp vinstri kantinn og Ingi kemur boltanum fyrir. Varamaðurinn Gunnar Örvar er inni í teig og skilar boltanum í markið.

69. Sveinn Elías með skot eftir góða sókn en Eyjólfur ver vel.

57. Þórsarar ákveðnir í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir liggja örlítið aftar en þeir gerðu í fyrri hálfleik.

46. Seinni hálfleikur er hafinn!

45. Fyrri hálfleik er lokið og staðan er 1:0 fyrir Leikni R.

38. MARK! Í kjölfar hornspyrnu Leiknismanna frá vinstri dettur boltinn fyrir Fannar Þór. Hann setur boltann í slá og inn með góðu skoti. 1:0 fyrir gestina.

30. Gestirnir líklegri þessar mínúturnar.

19. Jóhann Helgi Hannesson við það að komast í úrvalsfæri en Eyjólfur í Leiknismarkinu bjargar meistaralega.

11. Elvar Páll í góðu færi eftir flotta sókn Leiknismanna. Hann hittir hins vegar boltann illa og Matus fer auðveldlega.

7. Þetta fer ágætlega af stað. Liðin skiptast á að reyna að sækja, án þess að góð færi hafi fengið að líta dagsins ljós.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér fyrir neðan:

Þór: Sandor Matus, Bjarki Aðalsteinsson, Loftur Páll Eiríksson, Jónas B. Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Kristinn Þór Björnsson, Hákon Ingi Einarsson, Ingi Freyr Hilmarsson, Óskar Jónsson, Ragnar Már Sveinsson.

Leiknir R.: Eyjólfur Tómasson, Eiríkur Ingi Magnússon, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Arnarsson, Kolbeinn Kárason, Fannar Þór Arnarsson, Kristján Páll Jónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Kári Pétursson, Ingvar Ásbjön Ingvarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert