Sein pressa Fjölnismanna skilar stigi

Andreas Albech hjá Val og Martin Lund Pedersen hjá Fjölni …
Andreas Albech hjá Val og Martin Lund Pedersen hjá Fjölni í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnismenn og Valsarar áttust við í Grafarvoginum í dag. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér fleiri færi framan af. Þeir komust snemma yfir með marki Gunnars Más Guðmundssonar. 

Valsmenn hresstust við það og þegar leið á hálfleikinn batnaði leikur þeirra til muna. Það skilaði sér svo í laglegu marki Kristins Freys sem vippaði yfir Þórð í marki Fjölnismanna.

Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn eins og þeir luku fyrri hálfleiknum og voru betri aðilinn. Kristinn Ingi kom þeim yfir og ekkert benti beinlínis til þess að þeir væru að gefa eftir. En Fjölnismenn voru beittir síðustu 10 mínúturnar og varamaðurinn Birnir Snær jafnaði leikinn með glæsilegu marki. Jafntefli verður að segjast sanngjörn úrslit þegar litið er á leikinn heilt yfir sem var afar kaflaskiptur. 

Fjölnir 2:2 Valur opna loka
90. mín. Birnir Snær Ingason (Fjölnir) skorar Mark! Boltinn dettur niður inni í teig Valsmanna. Gunnar Már er fyrstur að átta sig og rennir boltanum út á Birni sem er rétt fyrir utan teig. Í fyrstu snertingunni setur hann boltann innanfótar glæsilega upp í markhornið. Glæsilegt mark og óverjandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert