Áttum meira skilið úr þessum leik

Hulda Ósk Jónsdóttir, markaskorari Þórs/KA í baráttu við Ásgerði Stefaníu …
Hulda Ósk Jónsdóttir, markaskorari Þórs/KA í baráttu við Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Lára Einarsdóttir, leikmaður Þórs/KA, var eins og liðsfélagar hennar virkilega svekkt eftir leik Þórs/KA og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2:1 í leik þar sem Þór/KA átti skilið í það minnsta eitt stig.

„Þetta er svekkjandi tap. Við vorum betri í leiknum, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Þetta var jú nokkuð jafn leikur en við höfðum yfirhöndina og fengum slatta af færum. Það var bara blanda af okkar óheppni og þeirra meistaraheppni sem skar úr um þetta,“ sagði Lára í samtali við mbl.is

„Við spiluðum flotta vörn allan leikinn en kannski var eitthvert einbeitingarleysi í fyrra markinu. Það var frekar klaufalegt og svo sá Harpa bara um þetta. Það er fáránlega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Við lögðum mikið í hann og eftir 120 mínúturnar gegn ÍBV þurftum við að leggja enn meira á okkur núna,“ sagði Lára enn fremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert