Breiðablik eltir Stjörnuna áfram

Leikmenn Breiðabliks mæta KR í Vesturbænum í kvöld.
Leikmenn Breiðabliks mæta KR í Vesturbænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik heldur áfram að elta Stjörnuna eins og skugginn á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Breiðablik bar sigurorð af KR, 2:0, þegar liðin mættust í 10. umferð deildarinnar á Alvogen-vellinum í kvöld. 

Breiðablik var sterkari aðilinn í leiknum og liðið braut ísinn á 48. mínútu leiksins. Fjolla Shala skoraði þá með góðu skoti rétt utan vítateigs sem fór í fallegum boga yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur, markvörð KR. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði svo fyrsta mark sitt síðan hún gekk til liðs við Breiðablik á nýjan leik frá Fylki fyrr í þessum mánuði. Berglind Björg hafði fengið aragrúa af færum áður en hún náði loksins að koma boltanum í markið á 66. mínútu leiksins. 

Breiðablik er einu stigi á eftir Stjörnunni, en bæði lið báru sigur úr býtum í leikjum sínum í umferðinni. KR er hins vegar enn í fallsæti, en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig og er þremur stigum frá Selfossi sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti. 

KR 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Elísabet Guðmundsdóttir (KR) fær rautt spjald Elísabet er hér of sein í tæklingu og er áminnt með gulu spjaldi og þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert