Sex leikmenn settir í skammarkrókinn

Emil Pálsson verður í leikbanni þegar FH mætir ÍA.
Emil Pálsson verður í leikbanni þegar FH mætir ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aga- og úrskurðarnefnd knattspyrnusambands Íslands hittist á reglubundnum fundi sínum í dag og úrskurðaði leikmenn í leikbann vegna agabrota sinna í sumar. Sex leikmenn úr Pepsi-deildum karla og kvenna voru úrskurðaðir í leikbann og verða þar af leiðandi ekki með liðum sínum í næstu umferð.  

Emil Pálsson, leikmaður FH, verður í leikbanni þegar liðið mætir ÍA. Arnar Már Guðjónsson og Darren Lough verða hins vegar í leikbanni hjá Skagamönnum í þeim leik.

ÍBV mun leika án Jóns Ingasonar sem tekur út leikbann í leik liðsins gegn Fjölni. Þá mun Ragnar Pétursson verða fjarri góðu gamni í liði Þróttar sem mætir KR vegna leikbanns. 

Írunn Þorbjörg Aradóttir, leikmaður Þór/KA, var eini leikmaðurinn úr Pepsi-deild kvenna sem úrskurðuð var í leikbann, en hún missir af leik liðsins gegn ÍA í þarnæstu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert