Sigurinn sögulegur

Vladimir Tufegdzic skallar boltann í leiknum í gær.
Vladimir Tufegdzic skallar boltann í leiknum í gær. mbl.is/Ófeigur

Óhætt er að segja að sigur Víkings á KR í uppgjöri Reykjavíkurfélaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gærkvöld sé sögulegur því KR-ingar hafa aldrei áður tapað leik í efstu deild á Víkingsvellinum.

KR hafði unnið níu leiki í röð á vellinum, allar viðureignir félaganna þar frá árinu 1991, og tíu leiki af ellefu frá því Víkingar hófu að spila heimaleiki sína í deildinni í Fossvogi árið 1988. Eini heimasigur Víkings frá þeim tíma kom árið 1993 en þá fór leikur liðanna fram á Laugardalsvellinum.

Þá höfðu KR-ingar ekki fengið á sig mark á Víkingsvellinum frá árinu 2004, í fimm leikjum liðanna þar frá þeim tíma, þar til Vladimir Tufegdzic braut ísinn í gærkvöld og skoraði sigurmark Víkings. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert