Sló leikjametið 48 ára gamall

Gunnar Ingi í flottum bol í góðra vina hópi eftir …
Gunnar Ingi í flottum bol í góðra vina hópi eftir 401. leikinn.

Gunnar Ingi Valgeirsson, 48 ára Hornfirðingur, er orðinn leikjahæstur allra í deildakeppni karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Gunnar lék í síðustu viku sinn 401. deildaleik á ferlinum, með GG frá Grindavík í 4. deild Íslandsmótsins, og sló þar með metið sem Mark Duffield átti en hann lék 400 deildaleiki á sínum tíma.

Hann spilaði allar 90 mínúturnar síðasta þriðjudag þegar GG beið lægri hlut fyrir ÍH úr Hafnarfirði, 1:3, á Grindavíkurvelli.

„Það voru einhverjar fréttir af því að ég hefði slegið metið fyrr en það var ekki rétt. Ég var ranglega skráður hafa spilað einn leik fyrr í sumar en nú er þetta komið,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið.

Lék með Sindra í tæp 30 ár

Gunnar lék með Sindra á Hornafirði frá 1984 til 2013. Leikjamet hans þar, 355 leikir í 1., 2. og 3. deild, verður seint slegið. Gunnar lék þó eitt tímabil með Fjölni fyrir rúmum tuttugu árum. Þrjú síðustu árin hefur hann leikið í 4. deild. Fyrst með Mána frá Hornafirði og nú með GG. Gunnar er áfram búsettur á Hornafirði en keyrir í leikina með Grindavíkurliðinu og hefur spilað sjö af átta leikjum þess í 4. deildinni í sumar.

Hann segir að það sé ekkert mál að keyra landshornanna á milli fyrir einn leik. „Það fara svona fjórtán tímar í þetta, fram og til baka, og ef ég spila að kvöldi í Grindavík er ég kominn heim á Höfn um fjögur um nóttina. Það er ekkert mál á meðan maður hefur ánægju af þessu og þetta eru bara tólf leikir yfir sumarið,“ sagði Gunnar.

Hann var kominn með 394 leiki eftir síðasta tímabil og viðurkennir fúslega að metið hafi hvatt sig áfram.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert