Harpa gerði gæfumuninn

Ana Victoria Cate skorar fyrra mark Stjörnunnar í leiknum og …
Ana Victoria Cate skorar fyrra mark Stjörnunnar í leiknum og Cecilia Santiago, markvörður Þórs/​KA, kemur engum vörnum við. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason.

Stjarnan sigraði Þór/KA 2:1 í spennuleik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar. Stjarnan varð að vinna til að halda toppsætinu en Þór/KA varð einnig að ná einhverjum stigum til að missa ekki af lestinni í baráttunni á toppnum.

Þór/KA tók fljótlega forustu en Stjarnan jafnaði fyrir hlé. Það var svo engin önnur en Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði sigurmark leiksins. Fjórtánda mark hennar í deildinni í sumar. Var það mjög gegn gangi leiksins þar sem Þór/KA hafði verið mun sterkara liðið í seinni hálfleiknum.

Stjarnan verður því enn á toppnum en Þór/KA er dottið út úr bikar og baráttu um Íslandsmeistaratitilinn með fjögurra daga millibili og mikið svekkelsi á þeim bænum.

Stjarnan er þá komin með 25 stig en Breiðablik, sem nú er að spila við KR, er með 21 stig. Valur er með 18 stig og er að spila  við Fylki en Þór/KA er með 17 stig í fjórða sætinu.

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, aðgangshörð upp við mark Þórs/KA, en …
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, aðgangshörð upp við mark Þórs/KA, en Cecilia Santiago, markvörður Þórs/KA, bægir hættunni í burtu. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Þór/KA 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Lillý Rut Hlynsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá Hárfínt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert