Langþráður sigur Fram

Indriði Áki Þorláksson lagði upp bæði mörk Fram sem lagði …
Indriði Áki Þorláksson lagði upp bæði mörk Fram sem lagði Þór að velli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram hafði betur, 2:1, þegar liðið mætti Þór í 13. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld.

Bæði lið höfðu gengið í gegnum langa lotu án sigurs áður en koma að leiknum í kvöld, en þetta var fimmti tapleikur Þórs í röð, en Fram hafði fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum liðsins fyrir þennan leik.

Það voru Orri Gunnarsson og Gunnlaugi Helgi Birgisson sem komu Fram tveimur mörkum yfir með mörkum sínum í fyrri hálfleik. Bæði mörkin komu eftir stoðsendingu frá Indriða Áka Þorlákssyni.

Einum leikmanni úr hvoru liði var vísað af velli með rauðu spjaldi, en Alex Freyr Elíssyni var rekinn út af á um miðbik seinni hálfleik og undir lok leiksins fór Óskar Jónsson, leikmaður Þórs, sömu leið.  

Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði svo muninn fyrir á lokaandartökum leiksins, en lengra komust Þórsarar ekki og niðurstaðan kærkominn sigur Fram. Fram er með 16 stig í áttunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en Þór er í fimmta sæti með 19 stig.   

90. Leik lokið með 2:1 sigri Fram.  

90. MAAARK. Fram - Þór, 2:1. Gunnar Örvar Stefásson veitir Þór veika von um að fá eitthvað úr þessum leik þegar hann fylgir eftir skalla Gauta Gautasonar og skorar í autt markið. 

86. Rautt spjald. Óskari Jónssyni, leikmanni Þór er vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir að sparka til Arnars Sveins Geirssonar, leikmanns Fram. Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, gerir það hárrétta í stöðunni að reka Óskar af velli. 

84. Skipting hjá Fram. Gunnlaugur Hlynur Birgisson fer af velli og Ósvald Jarl Traustason kemur inná. 

82. Jakob Snær Árnason, leikmaður Þórs, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

79. Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður Fram, er áminntur með gulu spjaldi fyrir mótmæli. 

74. Skipting hjá Fram. Hlynur Atli Magnússon fer af velli og Sigurður Þráinn Geirsson kemur inná. 

68. Skipting hjá Þór. Jónas Björgvin Sigurbergsson fer af velli og Jakob Snær Árnason kemur inná. 

63. Rautt spjald. Alex Frey Elíssyni, leikmanni Fram, er vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir háskalega tæklingu að mati Jóhans Inga Jónssonar, dómara leiksins. Framarar eru afar ósáttir. 

56. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

53. Skipting hjá Fram. Haukur Lárusson fer af velli og Ivan Bubalo kemur inná. 

46. Seinni hálfleikur hafinn á Laugardalsvellinum. Fram byrjar með boltann. 

45. Hálfleikur á Laugardalsvellinum. Staðan er 2:0 fyrir Fram sem hefur nýtt sér klaufagang hjá leikmönnum Þórs og refsað þeim í tvígang. Þór hefur fengið fín færi til þess að koma sér inn í leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir sem þeir hafa ekki nýtt.  

42. Orri Gunnarsson, leikmaður Fram, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

38. Skipting hjá Þór. Ingi Freyr Hilmarsson fer af velli og Kristinn Þór Björnsson kemur inná. 

22. Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs, fær tvö upplögð marktækifæri á stuttum tíma til þess að minnka muninn, en brennir af í bæði skiptin. Þór er sterkari aðilinn þessa stundina, en leikmenn Fram stórhættulegir þegar þeir sækja hratt. 

17. MAAARK. Fram - Þór, 2:0. Boltinn endar fyrir fótum Indriða Áka Þorlákssonar eftir að Þór missti boltann klaufalega inni á miðsvæðinu. Indriði Áki sendir hárnákvæma sendingu innfyrir vörn Þórs á Gunnlaug Helga Birigsson sem leggur boltann í netið. Indriði Áki hefur átt stoðsendinguna í báðum mörkum Fram í leiknum. 

1. MAAARK. Fram - Þór, 1:0. Fram hefur leikinn af miklum krafti og Orri Gunnarsson kemur liðinu yfir strax eftir 24 sekúndur. Þór byrjaði með boltann og hugðist pressa leikmenn Fram hátt á vellinum eftir langa sendingu upp völlinn. Sóknarmaður Þórs braut af sér eftir pressuna og Fram geystist þess í stað í hraða skyndisókn. Indriði Áki Þorláksson fékk langa sendingu inn fyrir vörn Þórs og lagði boltann til hliðar á Orra sem skoraði með hnitmiðuðu skoti sem fer í þaknetið á marki Þórs.   

1. Leikurinn er hafinn á Laugardalsvellinum. Þór byrjar með boltann. 

0. Fram gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 3:1 tapi liðsins gegn KA í síðustu umferð. Arnar Sveinn Geirsson, Dino Gavric og Alex Freyr Elísson koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra Ingibergs Ólafs Jónssonar, Hafþórs Þrastarsonar og Ivan Bubalo.

0. Þór gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá 2:1 tapi liðsins gegn Leikni í síðustu umferð. Loftur Páll Eiríksson, Kristinn Þór Björnsson, Hákon Ingi Einarsson og Reynir Már Sveinsson detta út úr byrjunarliðinu og í þeirra stað koma Gauta Gautason, Ármann Pétur Ævarsson, Ólafur Hrafn Kjartansson og Gunnar Örvar Stefánsson inn í byrjunarliðið.

0. Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni fyrir leikinn. Fram er þó í sýnu verri málum með 13 stig í áttunda sæti deildarinnar, en liðið er fjórum stigum frá fallsæti. Þór er aftur á móti með 19 stig í fimmta sæti og er fimm stigum frá öðru sæti. 

0. Liðunum hefur báðum gengið illa í undanförnum leikjum en Fram hefur fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum liðsins á meðan Þór hefur tapað í síðustu fjórum leikjum liðsins. 

Byrjunarlið Fram: Sigurður Hrannar Björnsson - Samuel Lee Tillen (F), Sigurpáll Melberg Pálsson, Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Indriði Áki Þorláksson, Orri Gunnarsson, Hlynur Atli Magnússon, Arnar Sveinn Geirsson, Dino Gavric, Haukur Lárusson, Alex Freyr Elísson.

Byrjunarlið Þórs: Sandor Matus - Bjarki Aðalsteinsson, Gauti Gautason, Ármann Pétur Ævarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson (F), Ingi Freyr Hilmarsson, Óskar Jónsson, Ólafur Hrafn Kjartansson, Gunnar Örvar Stefánsson 27

Upplýsingar um atburði og markaskorara eru fengnar af urslit.net og fótbolti.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert