Hefur sterkar skoðanir

Róbert Örn Óskarsson.
Róbert Örn Óskarsson. mbl.is/Golli

Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson átti stórleik þegar Víkingur R. sigraði KR, 1:0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Víkingar hafa nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð og unnið þá báða, gegn KR og Þrótti.

Róbert er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar sérstaklega um eftir 12. umferðina en hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í Víkinni í áðurnefndum leik.

„Það er mjög þægilegt að hafa Róló (Róbert) á bak við sig. Hann talar mjög mikið og hjálpar mönnum. Svo kemur hann með fáránlegar vörslur eins og í leiknum gegn KR. Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings, um samherja sinn milli stanganna.

Róbert gekk til liðs við Víking eftir síðasta tímabil, þar sem hann varð Íslandsmeistari með FH. Arnþór segir að gæði markmannsins hafi ekki komið á óvart inni á vellinum. Mikilvægi hans í búningsklefanum hafi aftur á móti komið skemmtilega á óvart.

Sjá umfjöllunina um Róbert í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er einnig að finna úrvalslið 12. umferðar og stöðuna í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert