Tómas Óli genginn til liðs við Leikni

Tómas Óli Garðarsson í leik með Val.
Tómas Óli Garðarsson í leik með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiknir Reykjavík sem leikur í Inkasso-deild karla í knattspyrnu hefur fengið Tómas Óla Garðarsson, sem leikið hefur með Val í Pepsi-deild karla undanfarið, á láni út yfirstandandi leiktíð. Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag.  

Tómas Óli er alinn upp hjá Breiðabliki og lék síðan 71 leik með meistaraflokki félagsins. Tómas Óli gekk til liðs við Val fyrir þarsíðustu leiktíð og lék tíu leiki fyrir liðið í deild og tvo leiki í bikar. Tómas Óli hefur hins vegar fengið fá tækifæri hjá Val á þessari leiktíð og aðeins leikið einn leik í bikarkeppninni.

Leiknir er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í Pepsi-deild karla að ári, en liðið er með 23 stig eftir 13 umferðir í Inkasso-deildinni. Leiknir er tveimur stigum á eftir Grindavík sem situr  í öðru sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert