Markalaust á Eskifirði

Stefán Þór Eysteinsson og Víkingur Pálmason í leik með Fjarðabyggð …
Stefán Þór Eysteinsson og Víkingur Pálmason í leik með Fjarðabyggð í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjarðabyggð og Selfoss skildu jöfn í markalausu 0:0 jafntefli þegar liðin mættust í 17. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Eskifirði í kvöld. 

Þetta var þriðja jafntefli Fjarðabyggðar í röð og sjötti deildarleikur liðsins án sigurs. Jafnteflið kemur Fjarðabyggð einu stigi yfir Hugin sem er í fallsæti og keppir sinn leik á sunnudaginn gegn Þór.

Næsti leikur Fjarðabyggðar verður einnig gegn Þór laugardaginn 27. ágúst og næst á eftir koma toppliðin KA og Grindavík. 

Selfoss er án sigurs í þremur leikjum. Liðið situr þægilega í miðri deild með 22 stig og þarf hvorki að hafa áhyggjur af falli né að komast upp um deild. Selfyssingar mæta næst Grindavík og KA.

Upplýsingar um atburði eru fengnar frá urslit.net. 

Upplýsingar um byrjunarliðin má nálgast á ksi.is

Bein lýsing:

90. Leiknum er lokið, lokatölur 0:0 á Eskjuvelli. 

87. Nú erum við að fara inn í lokamínúturnar, staðan 0:0

67. Það er ennn markalaust. Fáum nú eitt eða tvö mörk á lokasprettinum. 

46. Þá er seinni hálfleikurinn hafinn. Fáum smá fútt í þetta. 

45. Fyrri hálfleikur er búinn og við erum ennþá að bíða eftir fyrsta markinu. 

20. Það er enn markalaust þegar 20 mínútur eru liðnar af leiknum. 

1. Leikurinn er hafinn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert