Skapstór lykilmaður í átt að Íslandsmeistaratitli

Ana Victoria Cate með knöttinn.
Ana Victoria Cate með knöttinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ana Victoria Cate átti mjög góðan leik fyrir Stjörnuna í 3:0 sigri Garðbæinga gegn Fylki í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna. Ana Victoria skoraði eitt mark, lagði upp eitt mark og skilaði góðri vinnu fyrir liðið varnarlega.

Ana Victoria er frá Níkaragva og hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú tímabil. Hún er á sínu öðru tímabili með Stjörnunni og liðsfélagi hennar Harpa Þorsteinsdóttir, sparar ekki hrósið á leikmanni umferðarinnar.

„Hún er mjög líkamlega sterk, mjög áræðin og lætur finna vel fyrir sér. Ana hefur mikið skap og ég held bara að hún sé mesti íþróttamaður sem ég hef kynnst. Hún er bara rosa flottur íþróttamaður og góð í fótbolta líka, þannig að þetta helst allt í hendur. Hún skilar liðinu alltaf rosalega mikilli vinnu og er okkur mjög mikilvæg.“

Sjá viðtal við Hörpu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert