Grindavík stefnir hraðbyri upp um deild

Gunnar Þorsteinsson og félagar hans hjá Grindavík sigruðu HK í …
Gunnar Þorsteinsson og félagar hans hjá Grindavík sigruðu HK í dag. mbl.is/Golli

Grindavík er komið í ansi vænlega stöðu í toppbaráttu Inkasso-deildar karla í knattspyrnu. eftir öruggan 4:0 sigur liðsins gegn HK í dag Grindavík trónir á toppi deildarinnar með 11 stiga forskot á nágranna sína, Keflavík, sem situr í þriðja sæti deildarinnar.

Keflavík tapaði mikilvægum stigum í baráttu sinni um að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram með einu marki gegn engu. Ivan Bubalo skoraði sigurmark Fram, en þetta var áttunda mark Bubalo fyrir Fram í deildinni í sumar.

Keflavík er nú sjö stigum á eftir KA sem er í öðru sæti deildarinnar og KA á auk þess leik til góða á Keflavík. Fram hefur nú 22 stig í áttunda sæti deildarinnar, en liðið er sex stigum á undan Fjarðabyggð sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Fjarðabyggð á hins vegar leik til góða á Fram og getur minnkað muninn með því að ná í stig í þeim leik.  

Haukur Ásberg Hilmarsson tryggði Haukum mikilvægan sigur í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deildinni þegar hann skoraði sigurmark liðsins geng Leikni Fáskrúðsfirði á Ásvöllum í dag.

Haukar hafa nú 23 stig og sitja í sjötta sæti deildarinnar. Haukar eru nú sjö stigum frá Huginn sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar, en Huginn á leik til góða á Hauka. Leiknir Fáskrúðsfirði situr á botni deildarinnar með 12 stig og er fimm stigum frá Fjarðabyggð sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti. 

Upplýsingar um markaskorara og atburði eru fengnar af urslit.net

90. Leikjum dagsins er lokið. Haukar höfðu betur gegn Leikni F., Fram bar sigurorð af Keflavík og Grindavík bar sigur úr býtum gegn HK.

90. MAAARK. Grindavík - HK, 4:0. Andri Rúnar Bjarnason skorar annað mark sitt og fjórða mark Grindavíkur. 

90. MAAARK. Grindavík - HK, 3:0. Magnús Björgvinsson skorar þriðja mark Grindavíkur. 

80. MAAARK. Grindavík - HK, 2:0. Andri Rúnar Bjarnason innsiglar að öllum líkindum sigur Grindavíkur þegar hann tvöfaldar forystu liðsins. 

75. MAAARK. Haukar - Leiknir F., 1:0. Haukur Ásberg Hilmarsson kemur Haukum í fallbaráttuslag liðsins gegn Leikni F. á Ásvöllum. 

59. MAAARK. Fram - Keflavík, 1:0. Króatíski framherjinn Ivan Bubalo kemur Fram yfir eftir sendingu frá enska vinstri bakveðrinum Samuel Tillen sem er fyrirliði liðsins. Þetta er áttunda mark Bubalo fyrir Fram í deildinni í sumar. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum dagsins. Spurning hvort að menn hafi skipt í skotskóna í búningsklefanum í hálfleik. 

45. Hálfleikur í leikjum dagsins. Alexander Veigar Þórarinsson var eini leikmaðurinn sem skoraði í fyrri hálfleik í leikjunum þremur, en hann kom Grindavík yfir gegn HK. 

39. MAAARK. Grindavík - HK, 1:0. Alexander Veigar Þórarinsson kemur heimamönnum í Grindvaík yfir með marki eftir sendingu frá Jósef Kristni Jósefssyni. Þetta er tíunda mark Alexander Veigars fyrir Grindavík í deildinni í sumar, en hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Hákoni Inga Jónssyni, leikmanni HK. 

1. Leikir dagsins eru hafnir. 

Úrslit  í leikjum dagsins urðu eftirfarandi:

Haukar - Leiknir F., 1:0, leik lokið. 
Haukur Ásberg Hilmarsson 75.
Fram Keflavík, 1:0, leik lokið.
Ivan Bubalo 59.
Grindavík - HK, 4:0, leik lokið.
Alexander Veigar Þórarinsson 39, Andri Rúnar Bjarnason 80., 90., Magnús Björgvinsson 90. 

Byrjunarlið Hauka: Magnús Kristófer Anderson (M) - Aran Nganpanya, Gunnar Gunnarsson, Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Jökull Johns, Birgir Magnús Birgisson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Daníel Snorri Guðlaugsson, Alexander Helgason, Aron Jóhannsson, Alexander Freyr Sindrason (F). 

Byrjunarlið Leiknis F.: Amir Mehica (M) - Almar Daði Jónsson, Arkadiusz Jan Grzelak, Ignacio Poveda, Kristófer Páll Viðarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson (F), Tadas Jocys, Valdimar Ingi Jónsson, Andres Salas, Anto Pejic, Sólmundur Aron Björgólfsson.

Byrjunarlið Fram: Stefano Layeni (M) - Samuel Lee Tillen (F), Sigurpáll Melberg Pálsson, Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Orri Gunnarsson, Hlynur Atli Magnússon, Arnór Daði Aðalsteinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Ivan Bubalo, Dino Gavric, Alex Freyr Elísson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Beitir Ólafsson (M) - Haraldur Freyr Guðmundsson (F), Jónas Guðni Sævarsson, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Marc McAusland, Páll Olgeir Þorsteinsson,Craig Reid, Axel Kári Vignisson, Stuart Carswell, Tómas Óskarsson.

Byrjunarlði Grindavíkur: Kristijan Jajalo (M) - Marko Valdimar Stefánsson, Rodrigo Gomes, William Daniels, Gunnar Þorsteinsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Juan Manuel Ortiz, Óli Baldur Bjarnason, Jósef Kristinn Jósefsson (F), Björn Berg Bryde.

Byrjunarlið HK: Arnar Freyr Ólafsson (M) - Birkir Valur Jónsson (F), Hinrik Atli Smárason, Leifur Andri Leifsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Kristófer Eggertsson, Hákon Ingi Jónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Bjarni Gunnarsson, Aron Ýmir PéturssonJökull I Elísabetarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert