Ánægjulegt að brjóta ísinn

Hólmbert Aron.
Hólmbert Aron. Ljósmynd/twitter

„Ég er ógeðslega fúll með þessi úrslit. Við náðum að koma tvisvar sinnum til baka en það var mjög pirrandi að fá þessi mörk sem við fengum á okkur. Þau voru öll af ódýrari gerðinni og voru hálfgerð skítamörk,“ sagði Stjörnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson við mbl.is eftir 3:2 tap sinna manna gegn FH-ingum í Kaplakrika í kvöld.

Hólmbert getur þó glaðst persónulega því hann skoraði bæði mörk Stjörnunnar og náði þar með að skora sín fyrstu mörk í deildinni í sumar.

„Já það var ánægjulegt að ná loks að brjóta þennan ís og ég tek þetta með mér. En það versta er að við erum búnir að missa FH-ingana sjö stigum á undan okkur og það verður erfitt að ná þeim úr þessu. Það er hins vegar nóg eftir af mótinu. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og vonast til að FH misstigi sig. Nú þurfum við bara að einblína á að tryggja okkur Evrópusæti. Við megum ekki gefa svona mörk og það gegn liði eins og FH,“ sagði Hólmbert Aron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert