Auðmjúkur en þolir illa að tapa

Kristinn Freyr Sigurðsson með boltann í leik gegn Fjölni í …
Kristinn Freyr Sigurðsson með boltann í leik gegn Fjölni í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Kristinn Freyr Sigurðsson hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarnar vikur. Kristinn hefur leikið frábærlega með Val í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og fyrir rúmri viku varð Kristinn Freyr bikarmeistari annað árið í röð þegar Valur vann ÍBV í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Kristinn fór hamförum í 7:0 bursti Vals gegn Víkingi í lokaleik 15. umferðar Pepsi-deildarinnar og er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar sérstaklega um að þessu sinni.

Tæknilega góður og árásargjarn

„Kiddi er náttúrlega bara mjög öflugur leikmaður. Hann er með góða tækni og mjög góður í þröngu svæði. Jafnvægið með boltann er mjög mikið hjá honum. Það er hægt að setja boltann í fæturna á honum og hann leysir vel úr þröngum stöðum þar sem það er mjög erfitt að ná boltanum af Kidda,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið.

Sigurbjörn segir Kristin vera á réttri leið með sinn leikstíl og sína þróun sem knattspyrnumaður.

„Hann hefur bætt sig mjög mikið í því að skila af sér góðri loka-afurð. Hann er orðinn hættulegri, hann skorar meira og hann leggur meira upp af mörkum. Það má kannski segja að hann sé orðinn beinskeyttari inni á vellinum. Spilamennskan er orðin töluvert árásargjarnari en hún var og það gerir Kidda að miklu betri leikmanni.“

Nánar er fjallað um Kristin Frey í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert