„Ég vil ekki hljóma eins og rispuð plata“

Rasmus Christiansen og Dion Acoff takast á í leiknum í …
Rasmus Christiansen og Dion Acoff takast á í leiknum í kvöld. mbl.is/Þórður

Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, segist vera orðinn leiður á því að tala um svipaða hluti eftir tapleiki Þróttara í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. 

„Ég vil ekki hljóma eins og rispuð plata með því að segja sífellt það sama en þessi úrslit eru vonbrigði,“ sagði Ryder eftir 0:4 tap fyrir Val í Laugardalnum í kvöld. 

„Við erum klárlega með leikmenn sem hafa burði til að spila í efstu deild. Ég held að þetta sé ekki spurning um líkamlega getu. Núna snýst þetta meira um andlegu getuna. Við þurfum að vera einbeittir og þessi úrslit hafa lítið með skort á hæfileikum að gera,“ sagði Ryder spurður um hvort hann sé með nægilega sterkan leikmannahóp fyrir efstu deild. 

Þróttur er sem fyrr í botnsætinu með 8 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert