Sjö stiga forskot FH-inga

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH, snýr á Heiðar Ægisson, leikmann …
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH, snýr á Heiðar Ægisson, leikmann Stjörnunnar, í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína í toppsæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu granna sína og erkifjendur í Stjörnunni, 3:2, en liðin áttust við í blíðskaparveðri í Kaplakrika í kvöld.

Með sigrinum náðu FH-ingar sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar og flest bendir nú til að meistararnir verji titil sinn.

Sigurmarki leiksins var ansi skrautlegt en Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson þrumaði knettinum í Kassim Doumbia og af honum fór boltinn í netið en Kassim skoraði einnig annað mark FH-liðsins þegar hann kom því í 2:1. Það var markamaskínan Atli Viðar Björnsson sem opnaði markareikninginn fyrir Hafnarfjarðarliðið þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins en Hólmbert Aron Friðjónsson jafna‘o í tvígang fyrri Stjörnumenn og hann skoraði þar með sín fyrstu mörk í deildinni í ár.

FH-ingar fögnuðu vel og innilega þegar Þóroddur Hjaltalín flautaði til leiksloka enda standa þeir nú með pálmann í höndunum. Stjörnumenn gengu hins vegar súrir af velli en þeir FH-ingum svo sannarlega harða keppni en urðu að sætta sig við annan tapleikinn í röð.

FH 3:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Stjarnan fær hornspyrnu +3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert