Tvær breytingar á landsliðshópnum frá EM

Íslensku stuðningsmennirnir á EM í Frakklandi í sumar.
Íslensku stuðningsmennirnir á EM í Frakklandi í sumar.

KSÍ kynnti í dag leikmannahópinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM gegn Úkraínu sem fer fram 5. september í Kiev. Tvær breytingar eru gerðar á leikmannahópnum sem fór út á Evrópumótið í Frakklandi.

Viðar Örn Kjartansson kemur í stað Eiðs Smára Gudjohnsens og Hólmar Örn Eyjólfsson fyllir í skarð Hjartar Hermannssonar, sem mun spila með U21-landsliðinu. 

Viðar Örn hefur farið mikinn í sænsku deildinni, þar sem hann er markahæstur með 13 mörk í 19 leikjum. Eiður Smári hætti hjá norska félaginu Molde í byrjun ágúst og hefur ekki enn gert samning við annað lið. 

Markmenn:

Hannes Þór Halldórsson (Randers)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn: 

Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)
Kári Árnason (Malmö)
Ari Freyr SKúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hólmar Örn Eyjólfssson (Rosenborg)

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (Basel)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City)
Theodór Elmar Bjarnason (AGF)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers)
Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Wolves)
Viðar Kjartansson (Malmö)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert