Blikar sýndu enga miskunn í Cardiff

Blikar fögnuðu nokkrum mörkum í gær.
Blikar fögnuðu nokkrum mörkum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Breiðabliks sigruðu búlgarska liðið NSA Sofia 5:0 í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á Cyncoed leikvanginum í Cardiff í gær.

Þetta var annar leikur Breiðabliks í undankeppninni en fyrsti leikurinn gegn serbneska liðinu Spartak Subotica fór 1:1.

Það var aldrei spurning um hvort liðið væri að fara að taka þrjú stig í leiknum, blikar voru með yfirburði allan tímann. Í heildina átti Breiðablik 19 marktilraunir í samanburði við aðeins tvær marktilraunir búlgarska liðsins. Það gekk hinsvegar brösuglega að finna skotskóna í byrjun leiks, hvert skotið á fætur öðru fór ýmist framhjá eða í varnarmann. Á 34. mínútu braut bakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir ísinn og kom Blikum í 1:0.

Nánar er fjallað um leikinn og rætt við Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert