KA með annan fótinn í efstu deild

Guðmann Þórisson í leik með KA.
Guðmann Þórisson í leik með KA. Árni Sæberg

KA sigraði HK 3:2 í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en leikið var í Kórnum. KA er með tíu stiga forskot á Keflavík sem situr í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

HK fór vel af stað í dag en Hákon Ingi Jónsson kom liðinu yfir á 16. mínútu leiksins og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Í þeim síðari tók KA við sér. Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin á 48. mínútu áður en Aleksandar Trninic kom gestunum yfir. Juraj Grizelj skoraði svo þriðja mark KA áður en Ágúst Freyr Hallsson minnkaði muninn á 81. mínútu.

Lengra komust heimamenn í HK ekki og lokatölur því 3:2 KA í vil. KA er með 39 stig í efsta sæti deildarinnar. Tíu stig er á milli KA og Keflavík sem situr í þriðja sætinu og því aðeins tímaspursmál hvenær KA tryggir sæti sitt í deild þeirra efstu.

Upplýsingar eru fengnar af úrslitaþjónustu Úrslit.net

Leik lokið. KA fer með sigur af hólmi og nálgast Pepsi-deildina. Það þarf bara einn sigur í viðbót.

81. MAAAARK!!! HK 2:3 KA. Ágúst Freyr Hallsson minnkar muninn fyrir HK. Er möguleiki á stigi?

76. MAAAARK!!! HK 1:3 KA. Juraj Grizelj að bæta við þriðja markinu fyrir KA. Nú hlýtur þetta að vera komið?

65. MAAAAARK!!! HK 1:2 KA. Aleksandar Trninic skorar og kemur KA yfir. Nú held ég að tvö efstu sætin í þessari deild séu svo gott sem staðfest!

48. MAAAAARK!!! HK 1:1 KA. Elfar Árni Aðalsteinsson að jafna metin fyrir KA.

Hálfleikur.

16. MAAAAARK!!! HK 1:0 KA. Hákon Ingi Jónsson að koma HK-ingum yfir. HK-ingar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og gætu verið að hjálpa Keflavík og Þór í leiðinni.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Lýsingin verður uppfærð hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert