Skaginn á fullri ferð

Halldór Smári Jónsson og Garðar Gunnlaugsson í baráttu um boltann.
Halldór Smári Jónsson og Garðar Gunnlaugsson í baráttu um boltann. mbl.is/Árni Sæberg

Skagamenn eru á mikilli siglingu í Pepsideild karla þessar vikurnar og í kvöld bætti liðið þremur stigum í safnið með auðveldum 2:0 sigri á Víkingi úr Reykjavík. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Skagamenn byrjuðu vel og markahrókurinn Garðar B. Gunnlaugsson skoraði sitt 14. mark í deildinni strax á 4. mínútu. Heimamenn voru sterkari aðilinn og því kom ekkert á óvart þetar Tryggvi Hrafn Haraldsson gerði annað mark liðsins á 33. mínútu. Hans fyrsta mark í efstu deild. Staðan 2:0 í hálflelik.

Síðari hálfleikur var tíðindalítill og Skagamenn sigldu auðveldum sigri í höfn.

ÍA 2:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Viktor Jónsson (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá Bara uppbótartíminn eftir og hann getur ekki verið mikill
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert