Eyjamenn grófu sína eigin gryfju

Elvar Ingi Vignisson þrumar í átt að marki Þróttar í …
Elvar Ingi Vignisson þrumar í átt að marki Þróttar í gær. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Það er óhætt að segja að ofanritaður hefur sjaldan eða aldrei séð jafntvískiptan leik, fyrir og eftir hlé, og þegar hann heimsótti hinn glæsilega Hásteinsvöll í fyrsta sinn í gær. ÍBV og Þróttur skildu þá jöfn, 1:1, eftir stórskemmtilegan fótboltaleik en úrslitin gera aftur á móti lítið fyrir bæði lið. Þróttur eygir enn veika von um að halda sæti sínu í deildinni á meðan Eyjamenn misstu af gullnu tækifæri til þess að stíga skref frá fallsvæðinu. Það voru því svekkt andlit beggja liða sem gengu af velli.

Eyjamenn óðu hreinlega í dauðafærum í fyrri hálfleik og geta heldur betur sjálfum sér um kennt að hafa ekki skorað fleiri en eitt fyrir hlé. Arnar Darri Pétursson var stórkostlegur í marki Þróttar og það kostaði gestina hreinlega sigurinn að liðsfélagarnir hafi ekki fylgt hans fordæmi fyrr en í síðari hálfleik. Á sama tíma hrundi leikur Eyjamanna gjörsamlega og þeir voru að lokum nánast heppnir að fá stig.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert