Viðar Örn á leið til Ísraels?

Viðar Örn fagnar marki með Malmö.
Viðar Örn fagnar marki með Malmö. Ljósmynd/.mff.se

Ísraelska knattspyrnuliðið Maccabi Tel Aviv hefur gert tilboð í landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson að því er fram kemur á sænska netmiðlinum fotbollskanalen.se.

Viðar Örn hefur farið á kostum með sænska liðinu Malmö en hann er markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni með 14 mörk í 20 leikjum liðsins í deildinni.

Að því er fram kemur á fotbollskanalen.se hefur ísraelska liðið boðið 3,5 milljónir evra í Viðar Örn en sú upphæð jafngildir 460 milljónum króna.

Maccabi Tel Aviv er stærsta félagið í Ísrael og trónir á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir. Liðið hefur unnið meistatatitilinn í 21 skipti og vann hann síðast tímabilið 2010-16. Liðið vann sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og spilar þar í riðli með Zenit frá Rússlandi, hollenska liðinu AZ Alkmaar og írska liðinu Dundalk sem sló FH-inga út úr Meistaradeildinni í sumar.

Viðar Örn er í landsliðshópnum sem mætir Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Kiev eftir viku en landsliðið kemur saman í Frankfurt á morgun og æfir þar fram að helgi.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert