Blikar mæta Ajax í Evrópukeppni ungmenna

Alfons Sampsted leikur með öðrum flokki Breiðabliks.
Alfons Sampsted leikur með öðrum flokki Breiðabliks. mbl.is/Golli

Breiðablik verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni ungmenna í knattspyrnu karla ár, en þetta er fyrsta skipti sem Breiðablik tekur þátt í keppninni. Stjarnan varð á síðustu leiktíð fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni. 

Dregið var í fyrstu umferð í forkeppni keppninnar í Lausanne í Sviss í dag og mætir Breiðablik hollenska liðinu Ajax. Fyrri leikur liðanna verður leikinn 28. september og sá seinni 19. október.

Takist Breiðabliki að leggja Ajax að velli mætir liðið annaðhvort ungverska liðinu Puskás Academy Felcsút eða gríska liðinu PAOK í annarri umferð í forkeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert