Mikilvægur sigur KR í fallbaráttunni

Þór/KA hafði betur gegn FH í kvöld.
Þór/KA hafði betur gegn FH í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

KR vann mikilvægan 1:0 sigur þegar liðið mætti Selfossi í fallbaráttuslag í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi  í kvöld. KR er í næstneðsta sæti deildarinnar, en liðið minnkaði muninn í Selfoss sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti í eitt stig með þessum sigri. Það var Sigríður María Sigurðardóttir sem skoraði sigurmark KR í leiknum. 

Þór/KA vann 3:2 sigur gegn FH á Þórsvellinum á Akureyri. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA yfir og hún lagði síðan upp mark fyrir Söndru Maríu Jessen. Áður hafði Alda Kara Lúðvíksdóttir jafnað metin fyrir FH með marki sínu úr vítaspyrnu.

Stephany Mayor bætti síðan við þriðja marki Þór/KA. FH neitaði að gefast upp og Nadía Atladóttir minnkaði muninn, en lengra komust gestirnir hins vegar ekki og niðurstaðan heimasigur. Mayor hefur skorað átta mörk fyrir Þór/KA í deildinni í sumar og Sandra María Jessen hefur skorað sjö mörk fyrir liðið í deildinni í sumar.

ÍBV vann 1:0 sigur gegn ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi, en það var kanadíski framherjinn Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki sínu á 47. mínútu leiksins. Þetta var áttunda mark Lacasse fyrir ÍBV í deildinni í sumar, en hún er markahæsti leikmaður liðsins.  

Þór/KA hefur 25 stig í fjórða sæti deildarinnar og ÍBV er sæti neðar með einu stigi minna. FH er í seilingafjarlægð frá fallbaráttunni með 14 stig í sjötta sæti deildarinnar, en liðið er fimm stigum frá fallsæti. ÍA er aftur á móti í bullandi fallbaráttu með átta stig, en liðið situr á botni deildarinnar.

Upplýsingar um atburði og markaskorara í leik Selfoss og KR eru fengnar frá Guðmundi Karli Sigurdórssyni, fréttaritara mbl.is, en urslit.net í leikjum ÍA og ÍBV og Þór/KA og FH. 

Úrslit í leikjum kvöldsins:

ÍA - ÍBV, 0:1, leik lokið
Cloe Lacasse 47. 
Selfoss - KR, 0:1, leik lokið
Sigríður María S Sigurðardóttir 31.

Þór/KA - FH, 3:2, leik lokið
Hulda Ósk Jónsdóttir 34., Sandra María Jessen 48., Stephany Mayor 57. - Aldís Kara Lúðvíksdóttir (víti) 45, Nadía Atladóttir 74.

Staðan í deildinni: Stjarnan 34, Breiðablik 29, Valur 27, Þór/KA 25, ÍBV 24, Fylkir 13 , FH 13, Selfoss 10, KR 9, ÍA 8.

19.49. Leik lokið í leik Selfoss og KR á JÁVERK-vellinum á Selfossi með 1:0 sigri gestanna.

19.48. Leik lokið í leik Þórs/KA og FH á Þórsvellinum á Akureyri með 3:2 sigri heimaliðsins. 

19.29. MAAARK. Þór/KA - FH, 3:2. Nadía Atladóttir minnkar muninn fyrir FH og gestirnir eygja von um mikilvægt stig í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deildinni. 

19.12. MAAARK. Þór/KA - FH, 3:1. Mexíkóski framherjinn Stephany Mayor tvöfaldar forystu Þórs/KA með áttunda marki sínu fyrir liðið í deildinni í sumar. 

19.02. MAAARK. Þór/KA - FH, 2:1. Sandra María Jessen kemur Þór/KA yfir á nýjan leik með marki eftir stoðsendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur sem kom Þór/KA yfir í leiknum. Þetta er sjöunda mark Söndru Maríu sem er fyrirliði Þórs/KA fyrir liðið í deildinni í sumar.  

18.48. Leik lokið á Norðurálsvellinum á Akranesi með 1:0 sigri ÍBV gegn ÍA, en það var Cloe Lacasse sem skoraði sigurmark ÍBV. 

18.45. Hálfleikur á Selfossi. KR byrjaði betur fyrsta korterið en síðan tóku Selfyssingar völdin án þess þó að skapa sér nein færi. KR refsaði Selfossi síðan með marki úr skyndisókn á 31. mínútu.

18.45. Hálfleikur í leik Þór/KA og FH á Þórsvellinum þar sem staðan er jöfn 1:1, en Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA yfir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði metin fyrir FH með marki úr vítaspyrnu. 

18.45. MAAARK. Þór/KA - FH, 1:1. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnar metin fyrir FH með marki úr vítaspyrnu. 

18.34. MAAARK. Þór/KA - FH, 1:0. Hulda Ósk Jónsdóttir kemur Þór/KA yfir með þriðja marki sínu fyrir Þór/KA í deildinni í sumar. 

18.32. MAAARK. Selfoss - KR, 0:1. Sigríður María S Sigurðardóttir kemur KR yfir í fallbaráttuslagnum á Selfossi. KR kemst yfir gegn gangi leiksins. Skyndisókn KR-inga lýkur með því að Sigríður María skýtur úr þröngri stöðu. Sandiford ver boltann í stöngina og þaðan lekur hann í netið. Þetta er þriðja mark Sigríðar Maríu fyrir KR í deildinni í sumar. KR sem situr á botni deildarinnar minnkar muninn milli liðanna í eitt stig með sigri í þessum leik. Selfoss er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti. 

18.04. Cathrine Dyngvold brennir af vítaspyrnu og mistekst þar af leiðandi að jafna metin fyrir ÍA. 

18.02. MAAARK. ÍA - ÍBV, 0:1. Kanadíski framherjinn Cloe Lacasse kemur ÍBV yfir með áttunda marki sínu fyrir liðið í deildinni í sumar, en hún er markahæsti leikmaður liðsins.

18.00. Seinni hálleikur í leik ÍA og ÍBV er hafinn á Norðurálsvellinum á Akranesi. Spurning hvort að leikmenn hafi skipt yfir í skotskóna í hálfleiknum. 

18.00. Leikir Selfoss og KR á JÁVERK-vellinum á Selfossi og Þórs/KA og FH á Þórsvellinum á Akureyri eru hafnir. 

17.45. Hálfleikur á Norðurálsvellinum þar sem staðan í leik ÍA og ÍBV er markalaus. 

17.00. Leikur ÍA og ÍBV er hafinn á Norðurálsvellinum á Akranesi. 

Byrjunarlið ÍA: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir - Megan Dunnigan, Rachel Owens, Aníta Sól Ágústsdóttir, Jaclyn Pourcel, Hrefna Þuríður Leifsdóttir, Gréta Stefánsdóttir, Maren Leósdóttir (F), Bryndís Rún Þórólfsdóttir, Veronica Líf Þórðardóttir, Cathrine Dyngvold.

Byrjunarlið ÍBV: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir - Sóley Guðmundsdóttir (F), Júlíana Sveinsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Sara Rós Einarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Rebekah Bass, Lisa-Marie Woods, Cloe Lacasse, Arianna Jeanette Romero, Abigail Cottam.

Byrjunarlið Selfoss: Chante Sherese Sandiford (F) - Lauren Elizabeth Hughes, Sharla Passariello, Bergrós Ásgeirsdóttir, Anna María Friðgeirsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir, Karen Inga Bergsdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, Magdalena Anna Reimus, Valorie Nicole O´Brien, Kristrún Rut Antonsdóttir. 

Byrjunarlið KR: Hrafnhildur Agnarsdóttir - Fernanda Vieira Baptista, Elísabet Guðmundsdóttir, Sofía Elsie Guðmundsdóttir, Sigríður María S Sigurðardóttir, Gabrielle Stephanie Lira, Jordan O'Brien, Íris Ósk Valmundsdóttir (F), Mist Þormóðsdóttir Grönvold, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir.

Byrjunarlið Þórs/KA: Cecilia Santiago - Írunn Þorbjörg Aradóttir, Sandra María Jessen (F), Lára Einarsdóttir, Stephany Mayor, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Zaneta Wyne, Lillý Rut Hlynsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir.

Byrjunarlið FH: Jeannette J Williams - Ingibjörg Rún Óladóttir, Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (F), Selma Dögg Björgvinsdóttir, Nótt Jónsdóttir, Maria Selma Haseta, Alex Nicole Alugas, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir, Guðný Árnadóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert