Árni Vilhjálmsson sá um Valsmenn

Haukur Páll Sigurðsson, Arnþór Ari Atlason og Rasmus Christiansen í …
Haukur Páll Sigurðsson, Arnþór Ari Atlason og Rasmus Christiansen í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Breiðablik minnkaði forskot FH í sjö stig á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu með 3:0 sigri sínum gegn Val í leik liðanna í 19. umferð deildarinnar á Valsvellinum í kvöld. Árni Vilhjálmsson skoraði tvö marka Breiðabliks í leiknum og Gísli Eyjólfsson eitt.  

Árni Vilhjálmsson kom Breiðabliki yfir á 38. mínútu leiksins með glæsilegu marki. Árni fékk góða stungusendingu frá Andra Rafni Yeoman og tók boltann laglega með sér og skoraði með föstu skoti í þaknetið á marki Vals.

Það syrti síðan enn frekar í álinn hjá Val þegar Rasmusi Christiansen var vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir að brjóta illa á Árna VIlhjálmssyni sem var við það að sleppa í gegnum vörn Vals.

Gísli Eyjólfsson tvöfaldaði síðan forystu Breiðabliks á 52. mínútu leiksins þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi. Alfons Sampsted sendi góða fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Árna Vilhjálmssyni sem skallar boltinn aftur fyrir á Gísla skoraði af miklu öryggi.

Árni skoraði síðan annað mark sitt í leiknum á 66. mínútu leiksins og kom Breiðabliki þremur mörkum þremur mörkum yfir. Árni fékk góða stungusendingu frá Daniel Bamberg og kláraði færið laglega með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið.

Árni hefur nú skorað sex mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur leikið fyrir Breiðablik síðan hann gekk til liðs við félagið frá Lilleström í félagaskiptaglugganum í júlí síðastliðnum. Þá lagði Árni upp mark Gísla í dag og hefur lagt upp þó nokkur mörk fyrir samherja sína í sumar.

Breiðablik er í góðri stöðu í baráttu sinni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en liðið er með 34 stig líkt og Fjölnir í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Breiðablik er fimm stigum á undan KR sem er næsta lið á eftir þeim sem á eftir að tryggja sér sæti í Evrópukeppni.  

Valur 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið með 3:0 sigri Breiðabliks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert