Þorvaldur valdi Úkraínufara

Alfons Sampsted, bakvörður Breiðabliks, er í U19-landsliðshópnum.
Alfons Sampsted, bakvörður Breiðabliks, er í U19-landsliðshópnum. mbl.is/Golli

Þorvaldur Örlygsson þjálfari hefur valið 18 leikmanna hóp fyrir undankeppni Evrópumóts U19-landsliða karla í knattspyrnu. Sjö leikmannanna eru á mála hjá erlendum félagsliðum.

Riðill Íslands í undankeppninni er leikinn í Úkraínu dagana 6.-11. október. Ísland leikur fyrst við heimamenn, svo Tyrkland og loks Lettland. Í þessum fyrri hluta undankeppninnar komast tvö lið upp úr hverjum riðli áfram í seinni hlutann. Leikið er í 13 riðlum og kemst liðið með bestan árangur í 3. sæti einnig áfram á næsta stig.

Leikmannahópur Íslands:

  • Dagur Austmann Hilmarsson, AB Gladsaxe (Danmörku)
  • Alfons Sampsted, Breiðabliki
  • Willum Þór Willumsson, Breiðabliki
  • Máni Austmann Hilmarsson, FCK (Danmörku)
  • Daði Freyr Arnarsson, FH
  • Hörður Ingi Gunnarsson, FH
  • Viktor Helgi Benediktsson, FH
  • Atli Hrafn Andrason, Fulham (Englandi)
  • Jón Dagur Þorsteinsson, Fulham (Englandi)
  • Kolbeinn Finnsson, Groningen (Hollandi)
  • Andri Þór Grétarsson, HK
  • Birkir Valur Jónsson, HK
  • Júlíus Magnússon, Heerenveen (Hollandi)
  • Guðmundur Andri Tryggvason, KR
  • Axel Óskar Andrésson, Reading (Englandi)
  • Kristófer Konráðsson, Stjörnunni
  • Sveinn Aron Guðjohnsen, Val
  • Erlingur Agnarsson, Víkingi R.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert