Ólafur með Kristbjörgu í „úrslitaleiknum“

Fylkiskonur berjast fyrir lífi sínu í Pepsi-deildinni á föstudag.
Fylkiskonur berjast fyrir lífi sínu í Pepsi-deildinni á föstudag. mbl.is/Eggert

Ólafur Ingi Stígsson er kominn inn í þjálfarateymið hjá kvennaliði Fylkis fyrir lokaumferðina í Pepsi-deildinni sem fram fer á föstudaginn.

Eftir að Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara tók Kristbjörg Helga Ingadóttir við sem aðalþjálfari Fylkis, en hún hafði verið í þjálfarateyminu. Samkvæmt Facebook-síðu Fylkis hafa þau Ólafur stýrt æfingum að undanförnu og munu gera það í leiknum mikilvæga við Selfoss á föstudag.

Ólafur er Fylkismaður í húð og hár en hann er uppalinn hjá félaginu og næstleikjahæsti leikmaður þess í efstu deild.

Fylkir á enn á hættu að falla niður í 1. deild ef liðið tapar gegn Selfossi á föstudaginn. Fylkir er með 13 stig en Selfoss og KR með 12 stig og ÍA er fallið með 8 stig. KR sækir ÍA heim í lokaumferðinni og ef KR tapar ekki þeim leik er leikur Fylkis og Selfoss úrslitaleikur um að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert