Björn og Ólafur í landsliðshópinn

Heimir Hallgrímsson er á leið með íslenska liðið í tvo …
Heimir Hallgrímsson er á leið með íslenska liðið í tvo leiki á heimavelli í undankeppn HM. AFP

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu 24 manna hópinn fyrir leikina gegn Finnum og Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara á Laugardalsvellinum 6. og 9. október.

Björn Bergmann Sigurðarson kemur inn í hópinn í stað Kolbeins Sigþórssonar sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné og er ekki orðinn leikfær. Kolbeinn dró sig út úr hópnum fyrir leikinn gegn Úkraínu 5. september en enginn var þá valinn í hans stað.

Björn hefur aðeins spilað einn landsleik, fyrir fimm árum, og gaf um skeið ekki kost á sér í landsliðið. Fram kom hjá Heimi Hallgrímssyni á fréttamannafundi KSÍ sem nú stendur yfir að Björn hefði strax verði tilbúinn í slaginn þegar haft var samband við hann. Þjálfari hans hjá Molde, Ole Gunnar Solskjær, hefði ennfremur gefið honum sín bestu meðmæli þegar hann var spurður álits á stöðu mála hjá Birni.

Miðjumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason kemur líka inn í hópinn í fyrsta sinn síðan í mars en honum er bætt við sem 24. leikmanni þar sem leikmenn hafa verið tæpir vegna meiðsla, eins og t.d. fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Ögmundur Kristinsson, Hammarby
Ingvar Jónsson, Sandefjord

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Fulham
Kári Árnason, Malmö
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Lokeren
Haukur Heiðar Hauksson, AIK
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Emil Hallfreðsson, Udinese
Birkir Bjarnason, Basel
Jóhann Berg Guðmudnsson, Burnley
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Theódór Elmar Bjarnason, AGF
Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshoppers
Arnór Ingvi Traustason, Rapid Vín
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Wolves
Viðar Örn Kjartansson, Hapoel Tel Aviv
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert