„Erum fáliðaðir í framherjastöðunum“

„Við erum fáliðaðir í framherjastöðunum. Í sannleika sagt er Björn Bergmann sá framherji sem hefur staðið sig best síðustu vikur. Hefur verið að skoramörk og spila vel. Því var eðlilegast að tala við hann fyrst,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, meðal annars við mbl.is í dag. 

Heimir tilkynnti hvaða 24 leikmenn taka þátt í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi sem fram undan eru í Laugardalnum. 

Björn Bergmann gaf ekki kost á sér í landsliðið í síðustu undankeppni en Heimir segist þakklátur Birni fyrir að hafa tekið vel í þá bón að gefa nú kost á sér í þetta verkefni. „Við ræddum svo sem bara þetta verkefni. Eins og aðrir landsliðsmenn þá er hann bara valinn í hvert verkefni fyrir sig.“ sagði Heimir enn fremur en á fundinum kom einnig fram að Björn hafi fengið góð meðmæli frá Ole Gunnar Solskjaer þjálfara Molde. 

Viðtalið við Heimi í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Úkraínu á dögunum.
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Úkraínu á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert