Selfoss féll niður um deild

Fallnir Selfyssingar gráta í leikslok í Árbænum á meðan Fylkiskonur …
Fallnir Selfyssingar gráta í leikslok í Árbænum á meðan Fylkiskonur fagna áframhaldandi sæti í deildinni fyrir aftan þær. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fylkir og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í fallbaráttuslag í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Floridana-vellinum í dag. Liðin voru í sætunum fyrir ofan fallsæti fyrir leikinn, en Selfoss var með jafn mörg stig og KR sem var í fallsæti og Fylkir hafði einu stigi meira en Selfoss og KR. 

Bæði lið fengu nokkur góð færi til þess að komast yfir. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir voru atkvæðamestar í liði Fylkis og Lauren Elizabeth Hughes var aðganshörðust hjá Selfossi.

Sharla Passariello, framherja Selfoss, var síðan vísað af velli með rauðu spjaldi á 54. minútu leiksins fyrir að sparka í Ruth Þórðar Þórðardóttur, fyrirliða Fylkis, sem lá á vellinum. Rauða spjaldið var vel réttlætanlegt og brotið var einkar óskynsamlegt hjá Shörlu.  

KR-ingar unnu ÍA, 3:2, á Akranesi sem þýðir að KR komst upp fyrir Selfoss sem fellur niður um deild. 

Eva Núra Abrahamsdóttir úr Fylki og Bergrós Ásgeirsdóttir úr Selfossi …
Eva Núra Abrahamsdóttir úr Fylki og Bergrós Ásgeirsdóttir úr Selfossi í leiknum í Árbænum í dag. Ljósmynd/Guðmundur Karl
Fylkir 0:0 Selfoss opna loka
90. mín. Darraðardans i vítateig Fylkis, en Selfoss nær ekki að koma skoti á markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert