KR bjargaði sér með þremur mörkum

Leikmenn Þórs/KA fagna á Hásteinsvelli í dag eftir að Anna …
Leikmenn Þórs/KA fagna á Hásteinsvelli í dag eftir að Anna Rakel Pétursson kom þeim yfir gegn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KR bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu með frábærum endaspretti geegn ÍA á Akranesi í lokaumferð deildarinnar í dag, þar sem Vesturbæjarliðið sigraði 3:2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

KR varð að vinna til að halda sæti sínu í deildinni og það tókst. Selfyssingar falla eftir markalaust jafntefli gegn Fylki í Árbænum. KR fékk 15 stig, Fylkir 14 og Selfoss 13 en ÍA endaði á botninum með 8 stig.

ÍA var 2:0 yfir í hálfleik. Cathrine Dyngvold og Rachel Owens skoruðu mörkin. Í seinni hálfleik minnkaði Jordan O'Brien muninn fyrir KR, Jóhanna Sigurþórsdóttir jafnaði, 2:2, og Fernanda Vieira skoraði sigurmark KR-inga á 77. mínútu leiksins. Reyndar eru áhöld um hvort Sigríður María Sigurðardóttir hafi skorað annað markið því boltinn mun hafa breytt stefnu af henni í mark Skagakvenna.

ÍBV og Þór/KA skildu jöfn í Eyjum, 3:3, þar sem Akureyrarliðið komst í 3:0 en Eyjakonur svöruðu þrívegis seint í leiknum og jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma.

Anna Rakel Pétursdóttir, Stephany Mayor og Zaneta Wyne skoruðu fyrir Þór/KA og staðan var 3:0 eftir 58 mínútur. Cloe Lacasse minnkaði muninn á 84. og 87. mínútu og Natasha Anasi jafnaði á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þór/KA hélt þó fjórða sætinu með 33 stig en ÍBV endaði í fimmta sæti með 31 stig.

ÍA - KR 2:3
ÍBV - Þór/KA 3:3

Aðrir leikir í beinum lýsingum:

Stjarnan - FH.
Valur - Breiðablik.
Fylkir - Selfoss.

Hér var fylgst með gangi mála hjá ÍA - KR á Akranesi og ÍBV - Þór/KA í Vestmannaeyjum en upplýsingar um þá leiki eru frá urslit.net.

90. 3:3 í Eyjum. Mögnuð endurkoma ÍBV því Natasha Anasi jafnar metin á þriðju mínútu í uppbótartíma!

89. 2:3 í Eyjum. Aftur skorar Cloe Lacasse og hún virðist vera að stela bronsskónum. Orðin þriðja markahæst með 13 mörk.

84. 1:3 í Eyjum. Heimakonur minnka muninn gegn Þór/KA þegar Cloe Lacasse skorar sitt 12. mark í deildinni í ár.

77. 2:3 á Akranesi. Heldur betur umskipti, KR er að bjarga sér frá falli! Jordan O'Brien skorar sitt annað mark. Nú er Selfoss á leið niður í 1. deild. KR er með 15 stig, Fylkir 14 og Selfoss 13 stig eins og staðan er núna.

76. Núna er Fylkir með 14 stig, Selfoss með 13 og KR 13 en KR er enn fyrir neðan fallstrikið á verri markatölu en Selfyssingar. Í Árbænum er Selfoss búinn að missa leikmann af velli með rautt spjald. 

74. 2:2 á Akranesi. Og þar með er allt komið í háaloft í fallbaráttunni. Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnar fyrir KR-inga. Það nægir þó ekki, en eitt mark í þessum leik, eða í leik Fylkis og Selfoss þar sem staðan er 0:0, getur gert útslagið um hverjir falla.

58. 0:3 í Eyjum. Þá er Þór/KA nánast búið að gera út um leikinn á Hásteinsvelli. Zaneta Wyne skorar þriðja markið.

54. 2:1 á Akranesi. KR-ingar eru komnir inní leikinn á ný, Jordan O'Brien minnkar muninn.

46. Seinni hálfleikur er hafinn, bæði í Eyjum og á Akranesi. 

45. Hálfleikur í leikjunum og horfurnar eru ekki  bjartar hjá KR. ÍA er með 2:0 forystu á meðan staðan er 0:0 hjá Fylki og Selfossi. Núna er Fylkir með 14 stig, Selfoss 13 og KR 12 stig, og KR dugir ekki að jafna Selfoss að stigum til að halda sér uppi. KR þarf að skora minnst tvö mörk og ná í stig, og treysta þá á tap Selfyssinga, eða að Fylkir tapi með minnst tveimur mörkum.

41. 2:0 á Akranesi. Fallnar Skagakonur virðast ætla að draga KR með sér niður í 1. deild. Rachel Owens er búin að bæta við marki fyrir ÍA.

32. 0:2 í Eyjum. Akureyringar komnir í góða stöðu. Stephany Mayor með sitt tólfta mark í deildinni. Hún gæti náð bronsskónum.

22. 0:1 í Eyjum. Það er hin unga Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður U19 ára landsliðsins, sem kemur Þór/KA yfir á Hásteinsvelli.

11. 1:0 á Akranesi. Hin norska Cathrine Dyngvold hefur komið ÍA yfir gegn KR á Akranesi. Þar með fellur KR ef þetta verður niðurstaðan.

1. Leikirnir eru hafnir.

Lið ÍA: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m), Megan Dunnigan, Rachel Owens, Aníta Sól Ágústsdóttir, Jacly Pourcel, Hrefna Leifsdóttir, Gréta Stefánsdóttir, Maren Leósdóttir, Bryndís Rún Þórólfsdóttir,  Veronica Líf Þórðardóttir, Cathrine Dyngvold.
Lið KR: Ingibjörg Valgeirsdóttir (m), Fernanda Vieira, Elísabet Guðmundsdóttir, Sara Lissy Chontosh, Sigríður María Sigurðardóttir, Jordaon O'Brien, Jóhanna Sigurþórsdóttir, Íris Ósk Valmundsdóttir, Mist Grönvold, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir.

Lið ÍBV: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m), Sóley Guðmundsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Natasha Anasi, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Veronica Napoli, Lisa-Marie Woods, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Cloe Lacasse, Arianna Romero, Abigail Cottam.
Lið Þórs/KA: Cecilia Santiago (m), Írunn Þ. Aradóttir, Natalia Gómez Junco, Sandra María Jessen, Lára Einarsdóttir, Stephany Mayor, Anna Rakel Pétursdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Zaneta Wyne, Andrea Mist Pálsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert