Besti árangur Fjölnis - Blikar duttu niður í 6. sæti

Fjölnismenn náðu sínum besta árangri frá upphafi á Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 2016 en það tryggðu þeir með 3:0 sigri á Breiðabliki á Kópavogsvelli. Fjölnir endar í 4. sæti en náði þó ekki Evrópusæti. Breiðablik, sem var með Evrópusætið í höndunum fyrir leik, með sigri, hrapaði hinsvegar niður í sjötta sæti með tapinu.

Bæði lið áttu góðan séns í sæti í Evrópukeppni á næsta ári og það var ljóst frá fyrstu spyrnu að hvorugt liðið vildi gera mistök. Án bolta lögðust þau aftarlega og sóknirnar voru hálfhjartaðar. Mesta hættan skapaðist úr föstum leikatriðum.

Blikar komu öflugir út í seinni hálfleikinn enda ljóst að þar sem KR var yfir gegn Fylki þurfti liðið að vinna Fjölni. Þeir stjórnuðu ferðinni um hríð en gekk erfiðlega að opna vörn Fjölnis. Þeir juku svo pressuna en Fjölnismenn ógnuðu með hröðum sóknum inn á milli. Undir lokin fengu svo Blikar góð færi en þau fóru forgörðum.

Það var gegn gangi leiksins þegar Hans Viktor Guðmundsson skoraði með skalla eftir eina af fáum sóknum liðsins í seinni hálfleik. Hans átti góðan leik og kórónaði hann með þessu marki. Blikar brunuðu svo í sókn og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Í staðin bættu Fjölnismenn við tveimur mörkum úr hröðum sóknum eftir að leikurinn hafði leysts upp í lokin, þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Marcus Solberg. Lauk leiknum því með 3:0 sigri Fjölnismanna.

Breiðablik 0:3 Fjölnir opna loka
90. mín. Leik lokið Blikar enda í 6. sæti í deildinni. Fjölnir endar í 4. sæti sem er besti árangur liðsins frá upphafi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert