Björn Bergmann og Ögmundur byrja

Björn Bergmann Sigurðarson er í byrjunarliði íslenska landsliðsins.
Björn Bergmann Sigurðarson er í byrjunarliði íslenska landsliðsins. mbl.is/Eggert

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld en leikið er á Laugardalsvelli. Björn Bergmann Sigurðarson og Ögmundur Kristinsson koma inn í byrjunarliðið.

Björn Bergmann, sem leikur með Molde, ákvað að gefa kost á sér í landsliðið á ný, en hann á aðeins einn leik að baki fyrir A-landsliðið. Hann lék gegn Kýpur árið 2011 en hann kemur inn fyrir Jón Daða Böðvarsson í dag sem er tæpur vegna meiðsla.

Þá er Hannes Þór Halldórsson, markvörður liðsins, fjarri góðu gamni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki og hvílir í dag. Ögmundur Kristinsson verður því í rammanum gegn Finnum í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðið í heild sinni.

Byrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson (M), Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason, Aron Einar Gunnarsson (F), Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert