EM draumurinn er úti

Draumur U21 árs landsliðsins í knattspyrnu að komast í  úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi á næsta ári varð að engu í kvöld eftir 4:2 tap gegn Úkraínumönnum á Laugardalsvelli í lokaumferð riðlakeppninnar.

Tapið gerði það af verkum að íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á eftir Frökkum og Makedóníumönnum og sitja Íslendingar eftir með sárt ennið en sigur hefði tryggt liðinu farseðilinn til Póllands.

Daníel Leó Grétarsson kom Íslendingum yfir með skallamarki af stuttu færi á 22 mínútu en Úkraínumennirnir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Þeir komust í 2:1 á 75. mínútu. Elías Már Ómarsson gaf íslenska liðinu von þegar hann jafnaði metin á 88. mínútu en Úkraínumennirnir voru ekki af baki dottnir og skoruðu skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins gegn fáliðaðri vörn Íslendinga.

Ósigurinn var grátleg niðurstaða fyrir íslensku strákana en þetta var aðeins annar tapleikur íslenska liðsins í tíu leikjum í riðlinum.

Makedóníumenn lögðu Skota, 3:0, og Frakkar höfðu betur á móti N-Írum, 2:0. Makedónía hlaut 21 stig í efsta sæti, Frakkland fékk 20 og Íslendingar 18 stig. Makedónía fer í lokakeppnina í Póllandi næsta sumar en Frakkar komust ekki í umspilið um síðustu sætin þar og eru úr leik eins og Íslendingar.

Ísland U21 2:4 Úkraína U21 opna loka
90. mín. Ísland U21 fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert