Íslenska byrjunarliðið gegn Kína klárt

Íslenski hópurinn í Kína.
Íslenski hópurinn í Kína. Ljósmynd/KSÍ

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur opinberað byrjunarlið Íslands fyrir leikinn á morgun gegn Kína í fyrsta leik á fjögurra þjóða móti, Sincere Cup, sem fram fer í Chongqing-héraði í Kína.

Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti en mótshaldarar gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns mæti á leik Íslands og Kína. Leikurinn hefst um klukkan 11.30 að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. 

Lið Íslands verður þannig skipað í leikkerfinu 3-5-2.

Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir.

Miðja: Hallbera Guðný Gísladóttir - Dagný Brynjarsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir (F) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Dóra María Lárusdóttir.

Sókn: Fanndís Friðriksdóttir - Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert