Ungir Fjölnismenn á reynslu til Króatíu

Djordje Panic og Ægir Jarl Jónasson.
Djordje Panic og Ægir Jarl Jónasson. Ljósmynd/Fjölnir

Fjölnisleikmönnunum  Ægi Jarli Jónassyni og Djordje Panic hefur verið boðið til reynslu í tíu daga hjá Hajduk Split í Króatíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni.

Ægir og Djordje spila báðir fyrir 2. flokk Fjölnis, en Ægir kom auk þess við sögu í 14 leikjum hjá meistaraflokki Fjölnis í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir hafa báðir leikið með yngri landsliðum Íslands.

Hajduk Split er fornfrægt félag sem átti sitt gullaldarskeið á áttunda áratug síðustu aldar þegar liðið vann fjóra meistaratitla í Júgóslavíu. Þá vann liðið bikarkeppnina fimm sinnum á sama tíma. Liðið er nú í þriðja sæti í efstu deild Króatíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert