Aldrei verið ofar á styrkleikalista FIFA

Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Ari Freyr Skúlason …
Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is/Golli

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, gaf í dag út nýjan styrkleikalista og á honum er íslenska karlalandsliðið í 21. sæti og hefur aldrei í sögunni verið ofar á listanum.

Ísland fer upp um sex eftir tvo góða sigra í undankeppni heimsmeistaramótsins gegn Finnum og Tyrkjum á Laugardalsvellinum.  Af Evrópuþjóðunum eru Íslendingar í 13. sætinu á eftir Hollendingum og sem fyrr er Ísland efst af Norðurlandaþjóðunum en Svíþjóð er í 39. sæti, Danmörk í 50. sæti, Færeyjar í 74. sæti, Noregur í 81. sæti og Finnland er í 101.sætinu.

Argentína er sem fyrr í toppsætinu en á eftir koma Þýskaland, Brasilía, Belgía, Kólumbía, Síle, Frakkland, Portúgal, Úrúgvæ og Spánn sem er í 10. sætinu.

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert