Stelpurnar okkar vinsælar (myndir)

Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg Gunnardóttir og Dóra María Lárusdóttir hlaðnar blómum.
Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg Gunnardóttir og Dóra María Lárusdóttir hlaðnar blómum. Ljósmynd/KSÍ

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fengur hlýjar móttökur þegar þeir heimsóttu grunnskóla í Chongqing í dag.

Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn.

Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir heimsóttu skólann ásamt starfsfólki KSÍ og fengu allir blóm við komuna. Landsliðskonurnar spjölluðu við krakkana og léku við þá og gáfu þeim eiginhandaráritanir.

Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Ljósmynd/KSÍ
Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Ljósmynd/KSÍ
Kínversku krakkarnir voru ánægð að hitta Íslendingana.
Kínversku krakkarnir voru ánægð að hitta Íslendingana. Ljósmynd/KSÍ
Að sjálfsögðu vildu krakkarnir eiginhandaráritanir frá íslensku landsliðskonunum.
Að sjálfsögðu vildu krakkarnir eiginhandaráritanir frá íslensku landsliðskonunum. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert