Er þetta alveg svona einfalt?

Alfons Sampsted (t.h.) Breiðabliki og Alex Freyr Hilmarsson Víkingi eigast …
Alfons Sampsted (t.h.) Breiðabliki og Alex Freyr Hilmarsson Víkingi eigast við. Alfons var yngstur þeirra sem áttu fast sæti í úrvalsdeildarliði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Taka misgóðir erlendir fótboltamenn pláss frá efnilegum íslenskum strákum í karlaliðunum hér á landi? Sú umræða hefur verið talsvert í gangi í haust, enda hafa aldrei verið fleiri útlendingar í efstu deild karla á Íslandi og um leið létu afskaplega fáir íslenskir piltar undir tvítugu ljós sitt skína á nýliðnu keppnistímabili.

Alls voru útlendingarnir í deildinni 73 talsins en fjórir þeirra spiluðu með tveimur liðum á tímabilinu. Flestir komu við sögu hjá landsbyggðarfélögunum, ellefu hjá Víkingi í Ólafsvík og tíu hjá ÍBV, enda eiga þau að vonum erfiðast með að stilla upp samkeppnishæfum liðum í deildinni. Þróttur notaði níu útlendinga, Víkingur í Reykjavík og FH átta hvort, en Stjarnan og Breiðablik voru með fæsta, tvo leikmenn hvort félag.

En tóku þessir útlendingar dýrmæt pláss frá íslenskum strákum? Þegar horft er yfir deildina sést að einungis tveir piltar á 2. flokks aldri voru fastamenn í sínum liðum í deildinni.

Sjá viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert