Ísland tapaði gegn Danmörku

Leikmenn íslenska kvannalandsliðsins í knattspyrnu fagna marki Fanndísar Friðriksdóttur gegn …
Leikmenn íslenska kvannalandsliðsins í knattspyrnu fagna marki Fanndísar Friðriksdóttur gegn Kína í fyrstu umferð mótsins. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu laut í lægra haldi, 1:0, þegar liðið mætti Danmörku í annarri umferð Sincere Cup í Kína í dag. Það var Johanna Rasmussen, fyrrum leikmaður Vals sem skoraði mark Danmerkur í leiknum. 

Ísland gerði 2:2 jafntefli gegn gestgjöfum mótsins, Kína, í fyrstu umferð mótsins, en það voru Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í þeim leik. 

Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson gera sjö breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins í leiknum gegn Danmörku í dag frá jafnteflinu gegn Kína.

Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir komu inn í byrjunarlið íslenska liðsins.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fengu sér hins vegar sér sæti á varamannabekk íslenska liðsins.

Ísland 0:1 Danmörk opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 1:0 sigri Danmerkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert