Hjálpar mér að komast í EM-hópinn

Guðmunda og Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, …
Guðmunda og Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, handsala samninginn við Litlu Kaffistofuna, um að Guðmunda verði hjá Stjörnunni næstu þrjú ár. Ljósmynd/Stjarnan

„Ég var alltaf með það á bakvið eyrað að mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Því miður féll Selfoss og það er vont að skilja liðið eftir í 1. deild, en ég ætlaði alltaf að prófa eitthvað annað eftir tímabilið,“ sagði knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir sem er gengin í raðir Stjörnunnar.

Guðmunda hefur verið sannkallaður burðarás hjá uppeldisfélagi sínu, Selfossi, en hún hefur nú gert samning við Íslandsmeistarana til næstu þriggja ára. Á árunum 2013-2015 skoraði hún 36 mörk í 54 leikjum í Pepsi-deildinni, en Guðmunda gat lítið sem ekkert beitt sér í sumar vegna erfiðra meiðsla. Ljóst er þó að um mikinn feng er að ræða fyrir Stjörnuna sem verður án markadrottningarinnar Hörpu Þorsteinsdóttur að minnsta kosti stóran hluta næsta tímabils:

„Það sem Stjarnan hafði fram yfir önnur félög [innsk: sem föluðust eftir Guðmundu] var það að liðið er að fara að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Stjarnan er líka með mjög flotta leikmenn, sem spila mjög skemmtilegan fótbolta sem hentar mér vel,“ sagði Guðmunda, sem lítur ekki svo á að hún sé mætt til að fylla beint í skarðið fyrir Hörpu:

„Við Harpa erum ekkert rosalega líkir leikmenn, og það er líka ekkert auðvelt verkefni að feta í spor Hörpu. Hún er búin að vera ógeðslega góð síðustu fjögur ár. Ég vona bara að ég geti nýtt mína krafta og sýnt mínar réttu hliðar,“ sagði Guðmunda.

Nánar er rætt við Guðmundu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert