Ísland mætir Japan, Noregi og Spáni

Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir verða væntanlega …
Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir verða væntanlega með íslenska landsliðinu á Algarve í mars. mbl.is/Eggert

Nú er orðið ljóst hvaða þjóðum íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í hinum árlega Algarve-bikar í Portúgal í byrjun mars, fjórum og hálfum mánuði fyrir EM í Hollandi.

Ísland er í B-riðli með Japan, Noregi og Spáni í Algarve-bikarnum að þessu sinni. Japan er í 8. sæti heimslistans og varð heimsmeistari árið 2011, Noregur er í 11. sæti, Spánn í 14. sæti og Ísland í 16. sæti.

Tólf þjóðir taka þátt í mótinu í stað átta síðasta vor, og er leikið í þremur riðlum. Í A-riðli leika Kanada, Danmörk, Portúgal og Rússland, en í C-riðli eru Ástralía, Kína, Holland og Svíþjóð.

Engin þeirra þjóða sem Ísland er í riðli með á EM í sumar leikur í Algarve-bikarnum að þessu sinni, en Ísland er í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss á EM. Spánn er þar í D-riðli og Noregur í A-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert