Ísland tólfta besta lið Evrópu

Íslenska landsliðið er númer 21 í heiminum.
Íslenska landsliðið er númer 21 í heiminum. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er áfram í 21. sætinu á heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun og er þar með áfram í sinni bestu stöðu á listanum frá upphafi.

Perúbúar fara þó uppfyrir Íslendinga á listanum en Hollendingar falla hinsvegar niður í 22. sætið í staðinn.

Bilið í næstu Norðurlandaþjóð breikkar enn þar sem Svíar síga niður um tvö sæti og eru nú í 41. sæti listans.

Argentína er áfram í efsta sætinu og Brasilía kemst uppfyrir Þýskaland og í annað sætið. Síle fer uppfyrir Belgíu og Kólumbíu og er í fjórða sæti.

Innan Evrópu er Ísland í 12. sæti og hefur aldrei verið ofar.

Bestu 30 landslið heims samkvæmt listanum:

1. Argentína
2. Brasilía
3. Þýskaland
4. Síle
5. Belgía
6. Kólumbía
7. Frakkland
8. Portúgal
9. Úrúgvæ
10. Spánn
11. Sviss
12. Wales
13. England
14. Króatía
15. Pólland
16. Ítalía
17. Kostaríka
18. Mexíkó
19. Perú
20. Ekvador
21. ÍSLAND
22. Holland
23. Írland
24. Tyrkland
25. Slóvakía
26. Ungverjaland
27. Bosnía
28. Bandaríkin
29. Úkraína
30. Íran

Svíar eru númer 41, Danir 46, Færeyingar og Norðmenn eru jafnir í 84. sætinu og Finnar eru í 93. sæti af 211 þjóðum á listanum.

FIFA-listinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert