Solskjær keypti Óttar Magnús

Óttar Magnús Karlsson með búning Molde í höfuðstöðvum félagsins.
Óttar Magnús Karlsson með búning Molde í höfuðstöðvum félagsins. Ljósmynd/@Molde_FK

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur verið seldur frá Víkingi R. til norska úrvalsdeildarfélagsins Molde.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum en kaupverð er ekki uppgefið. Samningur Óttars er til ársins 2019.

Óttar, sem er 19 ára gamall, sneri aftur til Víkings frá Ajax í Hollandi fyrir síðustu leiktíð og skoraði 9 mörk í 22 leikjum í deild og bikar í sumar.

Molde, sem leikur undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, hafnaði í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, stigi frá Evrópusæti. Með liðinu leikur framherjinn  Björn Bergmann Sigurðarson.

Óttar Magnús Karlsson með Gary Martin á herðunum en þeir …
Óttar Magnús Karlsson með Gary Martin á herðunum en þeir léku saman hjá Víkingi fyrri hluta tímabilsins í sumar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert